Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. febrúar 2020 22:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spænski bikarinn: Mirandes í undanúrslit eftir sigur á Villarreal
Cazorla skoraði í kvöld en það dugði skammt.
Cazorla skoraði í kvöld en það dugði skammt.
Mynd: Getty Images
Mirandes 4 - 2 Villarreal
1-0 Matheus Aias ('17 )
1-1 Javier Ontiveros ('32 )
2-1 Martin Merquelanz ('45+3 , víti)
2-2 Santi Cazorla ('55 , víti)
3-2 Odei Onaindia ('58 )
4-2 Antonio Sanchez ('90+2 )

Einn leikur fór í kvöld fram í 8-liða úrslitum spænska konungsbikarsins. Mirandes, sem leikur í næstefstu deild fékk lið Villarreal í heimsókn.

Heimamenn komust yfir á 17. mínútu en gestirnir svöruðu korteri seinna. Heimamenn leiddu þó í leikhléi en Martin Merquelanz skoraði mark úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Santi Cazorla jafnaði muninn fyrir gestina á 55. mínútu með marki úr vítaspyrnu en gestirnir skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og eru því komnir í undanúrslit keppninnar.

Granada komst áfram í gær og á morgun mætast Barcelona og Athletic annars vegar og Real Madrid og Real Sociedad hins vegar.
Athugasemdir
banner
banner
banner