Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. febrúar 2020 22:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýski bikarinn: Sjö mörk skoruð í sigri Bayern - Saarbrucken áfram eftir vító
Mynd: Getty Images
Tveir leikir hófust klukkan 19:45 í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar. Bayern tók á móti Hoffenheim og 4. deildarlið Saarbrucken mætti 2. deildarliði Karlsuher.

Bayern lenti undir snemma leiks á heimavelli í kvöld en staðan var orðin jöfn eftir 13. mínútur. Thomas Muller, sem átti stóran þátt í jöfnunarmarkinu, kom svo Bayern yfir sjö mínítum seinna. Fyrstu tvö mörkin voru sjálfsmörk.

Næstu tvö mörk leiksins skoraði Robert Lewandowski en Munas Dabbur svaraði með tveimur mörkum fyrir gestina. Það dugði ekki til og Bayern er komið áfram í 8-liða úrslit.

Á heimavelli Saarbrucken var markalaust eftir venjulegan leiktíma og enn eftir framlengdan leik. Í vítaspyrnukeppninni skoruðu heimamenn úr fimm spyrnum en gestirnir klikkuðu úr þriðju spyrnu sinni og niðurstaðan 5-3 sigur gestanna eftir vító.

Bayern 4 - 3 Hoffenheim
0-1 Ihlas Bebou ('8 )
1-1 Benjamin Hubner ('13 , sjálfsmark)
2-1 Thomas Muller ('20 )
3-1 Robert Lewandowski ('36 )
4-1 Robert Lewandowski ('80 )
4-2 Munas Dabbur ('83 )
4-3 Munas Dabbur ('90+2 )

Saarbrucken 5(0) - 3(0) Karlsruher
Athugasemdir
banner
banner