Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 05. apríl 2022 23:38
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: ÍA og Grótta skoruðu 20 mörk saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Það fóru þrír leikir fram í Lengjubikar kvenna í kvöld þar sem Grótta og ÍA unnu stórsigra á meðan Víkingur R. gerði markalaust jafntefli við Fjölni.


Víkingur fer tímabundið á topp B-deildar Lengjubikarsins með 13 stig eftir 6 umferðir en HK og FH fylgja fast á eftir og geta endurheimt toppsætið þar sem þau eiga leik til góða. Fjölnir er í fjórða sæti, fimm stigum eftir Víking.

ÍA mætti KH í toppslag í riðlakeppni C-deildar þar sem bæði lið voru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Skagakonur gerðu sér lítið fyrir, ákvaðu að skipta aðeins um gír og settu hvorki meira né minna en ellefu mörk framhjá markverði KH í 11-0 sigri.

Grótta skoraði þá 9 mörk í stórsigri gegn KÁ. Grótta er með fullt hús stiga á toppi síns riiðls.

Fjölnir 0 - 0 Víkingur R.
Rautt spjald: Oddný Sara Helgadóttir, Víkingur ('86)

KÁ 0 - 9 Grótta
0-1 Tinna Jónsdóttir ('4)
0-2 María Lovísa Jónasdóttir ('13)
0-3 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('15)
0-4 Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir ('27)
0-5 Tinna Jónsdóttir ('33)
0--6 María Lovísa Jónasdóttir ('37)
0-7 Lilja Lív Margrétardóttir ('39)
0-8 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('84)
0-9 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('90)

ÍA 11 - 0 KH
1-0 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('12)
2-0 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('28)
3-0 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('36)
4-0 Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('45)
5-0 Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('49)
6-0 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('61)
7-0 Ylfa Laxdal Unnarsdóttir ('63)
8-0 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('66)
9-0 Dagbjört Líf Guðmundsdóttir ('70)
10-0 Ylfa Laxdal Unnarsdóttir ('86)
11-0 Sunna Rún Sigurðardóttir ('89)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner