Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 05. maí 2020 17:15
Magnús Már Einarsson
Arnar Már: Umræðan ekki haft nein áhrif á leikmannahópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Már Guðjónsson, fyrirliði ÍA, segir að umræða um fjárhagsstöðu félagsins hafi ekki haft nein áhrif á leikmannahópinn fyrir sumarið.

Fjárhagsstaða ÍA hefur verið talsvert til umræðu í vetur en 62 milljóna taprekstur var hjá félaginu í fyrra.

„Auðvitað er leiðinlegt þegar öll umræðan í kringum klúbbinn er neikvæð en það hefur ekki haft nein áhrif á leikmannahópinn og stemmninguna þar. Menn bara æstir í að komast í fótbolta aftur og njóta þess. Aðrir hlutir leysast á endanum," sagði Arnar Már við Fótbolta.net í dag.

ÍA endaði í 10. sæti í Pepsi Max-deildinni í fyrra eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni árið áður. Hverjar eru væntingarnar á Akranesi fyrir sumarið?

„Það er ekki búið að setja það á blað en klárlega þetta klassíska svar að gera betur en í fyrra, ég set þá kröfu að lágmarki á strákana verandi orðinn gamli maðurinn. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu sumri á Skaganum," sagði Arnar Már.

Sjá einnig:
Arnar Már vonast til að byrja að spila síðari hluta tímabils
Athugasemdir
banner
banner
banner