þri 05. maí 2020 06:00
Aksentije Milisic
Berbatov segir Kane að fara til Man Utd
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Tottenham, hefur ráðlagt Harry Kane að feta í hans fótspor og fara frá Tottenham og til Man Utd næsta sumar.

Berbatov segir að það yrði gott skref fyrir feril Kane að fara til United. Berbatov spilaði 102 leiki fyrir Tottenham en fór svo til United árið 2008 og þar varð hann Englandsmeistari í tvígang.

„Loka skrefið fyrir mig var að fara til Manchester United og ég vissi að ég myndi valda fólki vonbrigðum, sérstaklega stuðningsmönnum Tottenham. En ég var að fara mína leið," sagði Berbatov.

„Ég vissi að ef ég myndi missa af þessu tækifæri, þá kæmi það kannski aldrei aftur. Svona er þetta í fótboltanum, þú verður að taka erfiðar ákvarðanir. Kane er í nákvæmlega sömu stöðu og ég var. Kannski er hausinn á honum ekki á réttum stað."

Kane hefur enn ekki unnið titil með Tottenham og segir Berbatov að hann sé ekki að yngjast og að hann verði að fara, vilji hann vinna einhverja titla á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner