þri 05. maí 2020 10:33
Magnús Már Einarsson
Deeney um fortíðina: Ég lifði fyrir helgarnar
Troy Deeney.
Troy Deeney.
Mynd: Getty Images
Troy Deeney, fyrirliði Watford, segir að mistök sem hann gerði í fortíðinni hafi gert hann að betri manni.

Hinn 31 árs gamli fór í fangelsi árið 2012 eftir að hafa lent í slagsmálum fyrir utan næturklúbb en hann segist hafa átt við áfengisvandamál að stríða.

„Það erfiðasta fyrir mann er að vita að þú eigir við vandamál að stríða og bregðast við því. Ég elskaði að fá mér í glas. Ég lifði fyrir helgarnar og ef að þær enduðu á slagsmálum þá var það þannig," sagði Deeny.

„Þetta var umhverfið sem ég ólst upp í. Það var eðlilegt fyrir mig að bregðast svona við á þessum tíma því allir gerðu það."

„Núna horfi ég til baka og hugsa "Þvílíkur hálfviti." - Ég breyti ekki fortíðinni því að hún gerði mig í raun að því sem ég er í dag."

Athugasemdir
banner
banner