Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 05. maí 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eiginkona Di Maria: Manchester er skítahola
Mynd: Getty Images
Jorgelina Cardoso, eiginkona Angel Di Maria, lýsti félagaskiptunum til Manchester United í skemmtilegu viðtali við argentínska íþróttadagblaðið Olé.

Di Maria skipti úr Real Madrid til Man Utd sumarið 2014 og fékk afhenda treyju númer sjö á fyrsta tímabili Louis van Gaal við stjórnvölinn. Man Utd greiddi 60 milljónir punda fyrir Di Maria, sem átti afar erfitt uppdráttar hjá félaginu.

Stuðningsmenn Rauðu djöflanna kunnu alls ekki að meta Di Maria og skapaðist óhugur á milli áhorfenda og leikmannsins, sem var að lokum seldur til PSG í Frakklandi. Di Maria leikur enn fyrir PSG í dag og hefur verið lykilmaður frá komu sinni til félagsins.

„Einn daginn kom Angel heim og sagði mér frá tilboði Manchester United. Ég sagðist ekki vilja flytja þangað en hann krafðist þess að skipta yfir, honum var boðinn gífurlega mikill peningur, tvöfalt meira en hann hafði fengið áður," sagði Jorgelina.

„Ég vissi að ég vildi ekki fara til Manchester vegna þess að vinkona mín Giannina Maradona bjó þar með Agüero. Hún talaði um hversu slæmt þetta væri og svo sá ég það með eigin augum þegar við kíktum í heimsókn til Manchester. Þá horfði ég á Angel og sagði að við gætum flutt hvert sem er, bara ekki til Englands. Ári síðar vorum við flutt í skítaholuna sem er Manchester.

„Mér finnst allt ömurlegt við Manchester. Allir eru grindhoraðir. Þegar þú labbar um þá veistu ekki hvort þú verðir drepinn eða ekki, maturinn er ógeðslegur og stelpur nota ótrúlega mikinn farða eins og þær séu dúkkur. Til að tala ekki um veðrið."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner