Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 05. maí 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Ekki í umræðu að stytta leiktíma í enska boltanum
Michael Oliver spjallar við Jordan Henderson og Virgil van Dijk.
Michael Oliver spjallar við Jordan Henderson og Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Það kom ensku úrvalsdeildinni í opna skjöldu þegar Gordon Taylor, formaður leikmannasamtaka Englands, hélt því fram í viðtali að leiktími fótboltaleikja gæti verið styttri en 90 mínútur þegar fótboltinn snýr aftur.

Verið er að ræða ýmsar leiðir til að tryggja öryggi leikmanna þegar enski boltinn fer aftur af stað en keppni var stöðvuð vegna kórónaveirufaraldursins.

Taylor hélt því fram að rætt hafi verið um að hafa hvorn hálfleik styttri en 45 mínútur.

Mirror segir að samkvæmt sínum heimildum séu engar svona hugmyndir í umræðunni og að æðstu menn ensku úrvalsdeildarinnar séu gáttaðir á fullyrðingum Taylor.

Englendingar vonast til þess að úrvalsdeildin geti farið aftur af stað í júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner