Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 05. maí 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Læknar á Englandi með 100 athugasemdir vegna veirunnar
Mynd: Getty Images
Stefnt er að því að hefja aftur leik sem fyrst í knattspyrnuheiminum en fyrst þurfa læknar að samþykkja nýjar reglur og ferli til að takmarka smithættu.

Á Ítalíu hefur stjórn knattspyrnusambandsins verið í viðræðum við ríkisstjórnina varðandi læknareglur og eru enn tuttugu atriði sem aðilar eiga eftir að ná samkomulagi um áður en hægt verður að spila fótbolta.

Á Englandi er staðan aðeins flóknari þar sem The Athletic greinir frá því að atriðin sem þarf að laga séu hundrað talsins.

Leikmenn á Ítalíu byrjuðu að æfa aftur í gær en leikmenn á Englandi hafa getað stundað einstaklingsæfingar undanfarnar vikur þrátt fyrir faraldurinn.

Bæði löndin hafa lent gríðarlega illa í veirunni og hafa rétt tæplega 30 þúsund manns látist í hvoru landi.
Athugasemdir
banner
banner