þri 05. maí 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lanzini: Brjálæði að byrja að spila aftur án bóluefnis
Mynd: Getty Images
Manuel Lanzini, leikmaður West Ham United, telur það vera brjálæði að ætla að byrja að spila fótbolta aftur áður en bóluefni er fundið upp gegn kórónuveirunni.

Leikmenn hafa verið að stunda einstaklingsæfingar og virðast allir aðilar stefna að sama markmiði; klára enska úrvalsdeildartímabilið ef það reynist ekki of hættulegt.

„Persónulega finnst mér brjálæði að ætla að byrja að spila aftur áður en fundið er upp bóluefni," sagði Lanzini.

„Við munum halda áfram að dreifa veirunni ef við förum ekki eftir leiðbeiningum yfirvalda. Í Þýskalandi eru lið byrjuð að æfa saman og eru strax leikmenn búnir að smitast.

„Ég vil spila fótbolta en ég óttast um fjölskyldu mína og annað fólk. Ég bý hérna með kærustunni, foreldrarnir eru í heimalandinu, en ég skil að aðrir leikmenn séu smeykir og vilji vernda sína nánustu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner