Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. maí 2020 09:48
Magnús Már Einarsson
Liverpool bíður með Werner
Powerade
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er mættur í hús. Njótið!



Liverpool hefur sagt umboðsmönnum Timo Werner, framherja RB Leipzig, (24) að félagið sé ekki ennþá búið að ákveða hvort lagt verði fram tilboð í hann í sumar. Liverpool vill sjá betur á næstu vikum hvernig fjárhagsstaða félagsins verður eftir kórónaaveiruna. (Guardian)

Inter er tilbúið að senda leikmenn til Leipzig í skiptum fyrir Werner. Þar á meðal er Valentino Lazaro sem er í dag í láni hjá Newcastle frá Inter. (Tuttosport)

Real Madrid er að undirbúa tilboð í Paul Pogba (27) miðjumann Manchester United. (Mundo Deportivo)

Real Madrid er einnig að skoða Eduardo Camavinga (17) leikmann Rennes en Manchester United hefur líka sýnt honum áhuga. (AS)

Thomas Partey (26) miðjumaður Atletico Madrid hefur látið skýrt í ljós að hann vilji ganga til liðs við Arsenal. Alexandre Lacazette gæti farið til Atletico sem hluti af kaupverðinu. (Telegraph)

Fenerbahce ætlar að reyna að fá Mesut Özil (31) frá Arsenal. (Sun)

Neymar (28) vill fara frá PSG aftur til Barcelona en hann er tilbúinn að taka á sig 50% launalækkun til að láta það ganga upp. (Mundo Deporitivo)

Newcastle þarf að greiða Tottenham 12,5 milljónir punda ef félagið vill ráða Mauricio Pochettino til starfa í þessum mánuði. Frá 31. maí þarf hins vegar ekki að greiða Tottenham neitt fyrir Pochettino. (ESPN)

Jupp Heynckes, fyrrum þjálfari Bayern Munchen, segir að Leroy Sane (24) kantmaður Manchester City sé ofmetinn og ekki 100 milljóna punda virði. Sane hefur verið sterklega orðaður við Bayern Munchen. (Bild)

Arsenal og Chelsea eru að berjast um Orkun Kokcu (19) miðjumann Feyenoord. (Sun)

Leicester hefur áhuga á Ismail Jakobs (20) varnarmanni FC Köln en hann kostar níu milljónir punda. (Leicester Mercury)

Manchester United er nálægt því að fá framherjann Joe Hugill (16) í sínar raðir en Tottenham og Arsenal hafa líka áhuga. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner