þri 05. maí 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Skoski boltinn þarf hjálp frá ríkinu til að lifa af
Mynd: Getty Images
Skosk knattspyrna er í 'bráðri lífshættu' samkvæmt Neil Doncaster, framkvæmdastjóra skoska deildasambandsins.

Skosk félög hafa tapa háum fjárhæðum vegna kórónuveirunnar og þurfa yfirvöld líklegast að koma knattspyrnuheiminum til bjargar.

Doncaster fundaði með íþróttamálaráðherra Bretlands, Joe FitzPatrick, í dag.

„Við gáfum ráðherranum heildarmynd af stöðu skoska boltans og greindum honum frá því að fótboltinn væri í bráðri lífshættu hér á landi. Félög hér reiða sig aðallega á pening frá áhorfendum á leikdegi til að halda rekstrinum gangandi. Það er ljóst að skoski knattspyrnuheimurinn getur ekki lifað af ef spila á fyrir luktum dyrum," sagði Doncaster.

„Við munum halda áfram að fylgja leiðbeiningum ríkisstjórnarinnar en viljum taka fram að við munum þurfa fjárhagsaðstoð til að lifa þetta af."
Athugasemdir
banner
banner