Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 05. maí 2020 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórður Gunnar: Vildi taka skrefið upp í Pepsi Max
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fylkir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Gunnar Hafþórsson gekk í raðir Fylkis frá Vestra eftir síðasta tímabil. Þórður er ungur og efnilegur leikmaður sem blómstraði með Vestra í 2. deildinni og var hann valinn í lið ársins í 2. deildinni.

Fótbolti.net hafði samband við Þórð Gunnar og spurði hann út í félagaskiptin.

Þórður Gunnar er í Draumaliðsdeild Eyjabita. Kemst hann í þitt lið?

Kom til greina að vera áfram en vildi taka skrefið
Kom til greina fyrir Þórð að taka slaginn með Vestra í 1. deildinni?

„Já það kom til greina að vera áfram," sagði Þórður við Fótbolta.net. „En ég vildi taka skrefið upp í Pepsi Max-deildina."

Höfðu ummæli Arnars Viðarssonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ: „Þetta er rosalega mikilvæg reynsla fyrir hann, en hann getur ekki verið í Vestra mikið lengur. Hann þarf að taka næsta skref, annars staðnar hann. Þeir eru búnir að ala þennan dreng upp og svo verða þeir að segja bless." einhver áhrif á ákvörðun Þórðar?

„Nei, ummæli hans höfðu ekki áhrif, ég var byrjaður að hugsa næsta skref áður."

Allt heillaði við Fylki
Hvernig kom það til að Fylkir varð fyrir valinu?

„Ég var boðaður á æfingu og ég fann það strax að hér ætti ég heima. Það er allt við klúbbinn sem heillar mig."

Voru fleiri félög sem höfðu áhuga?

„Það voru nokkur önnur lið sem höfðu áhuga en ég var fljótur að velja Fylki."

Gilles Mbang Ondo lét vita af áhuga Barnsley
Snemma árs árið 2018 fór Þórður á reynslu til Barnsley. Hvernig kom það til og hvernig gekk?

„Gilles Mbang Ondo, leikmaður sem spilaði með mér tímabilið 2017 talaði við mig og sagði að Barnsley vildi fá mig á reynslu. Það gekk mjög vel hjá félaginu."

Heyrði Þórður þá ekkert aftur frá Barnsley?

„Nei ég heyrði aldrei aftur frá þeim."

Hafa önnur félög reynt að fá Þórð út á reynslu eð hann jafnvel farið í fleiri reynsluferðir?

„West Ham hafði samband, það var fyrir Barnsley ferðina, og vildi fá mig á reynslu en það varð ekkert úr því. Einnig var einhver áhugi frá Ítalíu og Portúgal. En nei, ég hef ekki farið í aðra ferð," sagði Þórður að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Athugasemdir
banner
banner
banner