Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Onuoha er hræddur við lögregluna í Bandaríkjunum
Onuoha er fyrrum varnarmaður Manchester City.
Onuoha er fyrrum varnarmaður Manchester City.
Mynd: Getty Images
Nedum Onuoha, leikmaður Real Salt Lake í MLS-deildinni norður amerísku, segir í samtali við BBC að hann hafi aldrei upplifað 100 prósent öryggi í Bandaríkjunum.

Hann kveðst hræddur við lögregluna í Bandaríkjunum og treystir henni ekki.

Mikil mótmæli hafa verið í Bandaríkjunum og víða annars staðar síðustu daga eftir að lögreglumaður þar í landi myrti óvopnaðan svartan mann að nafni George Floyd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist í Bandaríkjunum, að óvopnaður einstaklingur sem dökkur er á hörund, falli fyrir hendi lögreglu.

Onuoha segir í samtali við BBC: „Ég er hræddur og ég treysti ekki lögreglunni. Ég hef elskað að búa í landinu, en aldrei þegar ég fer út finnst mér ég var 100 prósent öruggur."

„Ef lögreglan skyldi lesa mig eitthvað vitlaust þá gæti líf mitt verið tekið. Mér líður þannig á hverjum einasta degi."

Onuoha er fyrrum leikmaður Manchester City, Sunderland og QPR.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner