Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. júní 2021 20:35
Victor Pálsson
4. deild: Taplausir á toppnum
Úr leik hjá Létti árið 2015.
Úr leik hjá Létti árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Það var líf og fjör í 4. deildinni í dag en þrír leikir fóru fram. Leikið var bæði í C og D riðli á þessum laugardegi.

Hörður Í. skoraði fimm mörk í C riðli gegn Birninum. Lokatölur þar urðu 5-1 fyrir Herði Í.sem er með sjö stig eftir þrjá leiki.

Samherjar misstu tvo menn af velli í 2-1 tapi gegn Létti en þeir Árni Gísli Magnússon og Sinisa Pavlica sáu rauða spjaldið.

Jón Gísli Ström tryggði Létti 2-1 sigur á 83. mínútu en þá voru Samherjar með tíu menn á vellinum. Léttir er enn taplaust í D-riðli með tíu stig eftir fjóra leiki.

Kormákur/Hvöt vann þá einnig 2-1 útisigur á Vatnaliljum en liðið skoraði sigurmarkið manni færri. Sigurður Bjarni Aadnegard fékk að líta sitt annað gula spjald á 67. mínútu.

Hörður Í. 5 - 1 Björninn
1-0 Sigurður Arnar Hannesson('15)
2-0 Felix Rein Grétarsson('44)
2-1 Stefán Ingi Gunnarsson('50)
3-1 Sigurður Arnar Hannesson('70)
4-1 Felix Rein Grétarsson('83)
5-1 Jóhann Samuel Rendall('87)

Samherjar 1 - 2 Léttir
0-1 Jón Ágúst Engilbertsson('18)
1-1 Hreggviður Heiðberg Gunnarsson('25)
1-2 Jón Gísli Ström('83)

Vatnaliljur 1 - 2 Kormákur/Hvöt
0-1 George Razvan Chariton('13)
1-1 Enok Ingþórsson('25)
1-2 Arnar Þór Hafsteinsson('86)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner