Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 05. júní 2021 12:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carlos Tevez yfirgefur Boca - Fékk ekki tíma til að syrgja
Mynd: Getty Images
BBC greinir frá því að Carlos Tevez muni yfirgefa Boca Juniors. Þessi 37 ára gamli fyrrum leikmaður Man City og Man Utd gaf ekki út hvort hann væri hættur í fótbolta.

„Ferlinum mínum í Argentínu er lokið" Sagði Tevez

„Ég hef alltaf sagt að Boca sé eina liðið sem ég mun spila með í Argentínu, án efa."

Faðir Tevez lést eftir að hafa greinst með covid-19 í Febrúar og segir Tevez að hann hafi ekki fengið neinn tíma til að syrgja.

„Ég fékk engan tíma til að syrgja föður minn og var strax byrjaður að spila aftur, það var krafa frá Boca" sagði hann og grét.
Athugasemdir
banner