banner
   lau 05. júní 2021 19:40
Victor Pálsson
Conte vill þjálfa í Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images
Það er óljóst hvort Antonio Conte sé að taka við liði Tottenham eins og búist var við fyrr í þessari viku.

Nú er talað um að Tottenham sé að skoða aðra möguleika en liðið leitar að stjóra fyrir næsta tímabil.

Conte yfirgaf lið Inter Milan eftir síðustu leiktíð en hann vann deildina með liðinu og steig svo til hliðar.

Conte er fyrrum stjóri Chelsea en hann vill reyna fyrir sér í Bandaríkjunum einn daginn. Þetta segir hann í samtali við DAZN.

„Ég væri til í að reyna fyrir mér erlendis. Ég myndi vilja fara til Bandaríkjanna," sagði Conte við DAZN.

Hvort það verði næsta skref Conte kemur í ljós en hann ætti að fá ansi marga möguleika til að velja úr.
Athugasemdir
banner
banner