Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. júní 2021 15:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frakkland: Svava og Berglind töpuðu - Anna Björk ekki í hóp
Svava Rós Guðmundsdóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð frönsku efstudeildar kvenna fór fram í dag. Le Havre lið Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur og Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur tapaði 3-0 gegn Soyaux en Le Havre er fallið niður í aðra deild. í Liði Bordeaux er Svava Rós Guðmundsdóttir en Bordeaux tapaði 4-2 gegn Guingamp.

Soyaux var 1-0 yfir í hálfleik gegn Le Havre en seinni tvö mörkin komu þegar innan við korter var eftir af leiknum. Hvort lið fékk eitt rautt spjald undir lok leiksins. Berglind lék allan leikinn fyrir Le Havre en Anna Björk var ekki í hóp í dag.

Staðan var 1-1 í hálfleik í leik Guingamp og Bordeaux. Bordeaux komust yfir þegar um klukkutími var liðinn af leiknum. Guingamp skoraði svo tvö mörk með mínútu millibili og kláruðu svo leikinn með marki á loka mínútunni. Svava Rós kom byrjaði á bekknum en kom inná á 65. mínútu.

Eins og áður kom fram féll Le Havre, endaði í neðsta sæti, með einungis 8 stig úr 22 leikjum. Bordeaux endaði í þriðja sæti með 44 stig en liðið fer því í forkeppni meistaradeildarinnar á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner