Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 05. júní 2021 14:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kolbeinn Birgir meistari með Dortmund
Mynd: Dortmund
Varalið Dortmund tryggði sér sæti í þriðju efstu deild í Þýskalandi í dag. Kolbeinn Birgir Finnsson leikur með liðinu.

Liðið vann Regionalliga West deildina í dag þegar það vann Wuppertaler 2-1 í lokaumferðinni.

Wuppertaler voru yfir þegar flautað var til hálfleiks en Dortmund jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks og komst svo yfir á lokamínútu leiksins. Kolbeinn lék allan leikinn í dag.

Liðið endaði með 93 stig, þremur stigum á undan Essen. Liðið tapaði eingöngu einum leik.

Hann kom til liðsins frá Brentford árið 2019 eftir að hafa verið á láni hjá uppeldisfélaginu sínu Fylki um sumarið. Hann er með samning út næsta tímabil hjá Dortmund.

Fagnaðarlæti Dortmund eftir leikinn í dag má sjá hér að neðan:


Athugasemdir
banner
banner
banner