Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. júní 2021 20:22
Victor Pálsson
Mbappe segir ekkert við liðsfélagana
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe hefur ekki rætt við liðsfélaga sína hjá Paris Saint-Germain um hans næsta skref á ferlinum.

Mbappe á rúmlega 12 mánuði eftir af samningi sínum við PSG og hefur ekki viljað framlengja hingað til.

PSG reynir og reynir að fá framherjann til að krota undir nýjan samning en hann gæti annars verið á förum.

Þessi 22 ára gamli leikmaður er einn sá besti í heimi og ljóst að fjölmörg félög fylgjast með gangi mála.

Pablo Sarabia, liðsfélagi Mbappe, segist ekki hafa heyrt neitt frá Mbappe um eigin framtíð.

„Hann segir okkur ekki neitt," sagði Sarabia sem hefur spilað með franska félaginu frá árinu 2019.

„Hann einbeitir sér að Evrópumeistaramótinu eins og við allir sem eigum mót í sumar. Það eru aðeins hann og félagið sem vita hvað gerist."
Athugasemdir
banner
banner