Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. júní 2021 15:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pepsi Max kvenna: Keflavík vann Breiðablik - ÍBV lagði Selfoss
Aerial Chavarin skoraði tvö í dag
Aerial Chavarin skoraði tvö í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum af fjórum í dag í Pepsi Max deild kvenna er lokið. Það voru vægast sagt óvænt úrslit en Keflavík gerði sér lítið fyrir og vann Breiðablik á Kópavogsvelli. ÍBV vann 2-1 sigur á Selfossi í eyjum.

Aerial Chavarin kom Keflavík yfir með stórglæsilegu marki strax á 8. mínútu. Hafrún Rakel Halldórsdóttir jafnaði fyrir Breiðablik strax í næstu sókn einnig með mögnuðu marki. Ísabel Jasmín Almarsdóttir kom Keflvíkingum í 1-2 á 25. mínútu. Aerial skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Keflvíkinga á 72. mínútu og þar við sat.

Brenna Lovera kom Selfyssingum yfir gegn ÍBV á 2. mínútu en Þóra Björg Stefánsdóttir jafnaði fyrir eyjakonur á 37. mínútur. Delaney Baie Pridham kom eyjakonum yfir á 62. mínútu og reyndist það sigurmark leiksins.

Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga í deildinni og hoppa þær úr 9. sæti upp í það sjötta með þessum sigri. Eyjakonur fara upp um eitt sæti, upp í það fjórða. Selfoss og Breiðablik eru í 1. og 2. sæti deildarinnar.

Breiðablik 1 - 3 Keflavík
0-1 Aerial Chavarin ('8 )
1-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('9 )
1-2 Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('25 )
1-3 Aerial Chavarin ('72 )

ÍBV 2 - 1 Selfoss
0-1 Brenna Lovera ('2 )
1-1 Þóra Björg Stefánsdóttir ('37 )
2-1 Delaney Baie Pridham ('62 )
Athugasemdir
banner
banner
banner