Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. júní 2021 18:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pepsi Max kvenna: Valur fór létt með Tindastól - Þróttur vann Þór/KA
Elín Metta skoraði tvö í dag
Elín Metta skoraði tvö í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur heimsótti Þór/KA á Akureyri í dag í Pepsi Max deild kvenna. leiknum lauk með 3-1 sigri gestanna. Valur heimsótti Tindastól og unnu öruggan 5-0 sigur.

Þróttur vann sinn annan sigur í Pepsi Max deildinni. Markalaust var eftir bragðdaufan fyrri hálfleik en Þór komst yfir með marki frá Huldu Björg Hannesdóttur á 53. mínútu. Kathrine Amanda Cousins jafnaði metin úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Jelena Tinna Kujudzic kom gestunum yfir tíu mínútum síðar, Shea Moyer kláraði leikinn fyrir gestina á loka mínútu venjulegs leiktíma.

Valur vann öruggan sigur á Tindastól en Valur var þó bara með 1-0 forystu í hálfleik. Staðan var 2-0 eftir 67. mínútur en þær gerðu út um leikinn á 10 mínútna kafla undir lok leiksins.

Valur fer upp að hlið Selfoss í topp sæti deildarinnar með 13 stig. Tindastóll er í 9. sæti með 4 stig. Þór/KA er í 7. sæti með 6 stig og Þróttur fer upp fyrir ÍBV í fjórða sæti deildarinnar með 9 stig.

Þór/KA 1-3 Þróttur
1-0 Hulda Björg Hannesdóttir ('53)
1-1 Katherine Amanda Cousins (víti) ('67)
1-2 Jelena Tinna Kujundzic ('70)
1-3 Shea Moyer ('90)

Tindastóll 0 - 5 Valur
0-1 Elín Metta Jensen ('35 )
0-2 Ída Marín Hermannsdóttir ('67 )
0-3 Elín Metta Jensen ('86 )
0-4 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('90 )
0-5 Clarissa Larisey ('93 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner