banner
   lau 05. júní 2021 10:10
Elvar Geir Magnússon
Pirlo og Sarri orðaðir við Everton
Powerade
Andrea Pirlo er orðaður við Everton.
Andrea Pirlo er orðaður við Everton.
Mynd: EPA
Áfram hjá Villa?
Áfram hjá Villa?
Mynd: Getty Images
Joaquin Correa í enska boltann?
Joaquin Correa í enska boltann?
Mynd: EPA
Pirlo, Grealish, Ziyech, Fernandinho, Alli og fleiri í slúðurpakkanum þennan laugardaginn. BBC tók saman.

Andrea Pirlo, fyrrum stjóri Juventus, og Maurizio Sarri, fyrrum stjóri Chelsea, koma báðir til greina í stjórastólinn hjá Everton. Sá fyrrnefndi hefur rætt við eigandann Farhad Moshiri. (Calciomercato)

Jack Grealish (25), miðjumaður Aston Villa og enska landsliðsins, gæti verið áfram hjá félaginu í sumar. Manchester City og Manchester United eru ekki tilbúin að ganga að 130 milljóna punda verðmiða Villa. (TalkSport)

Brasilíski miðjumaðurinn Fernandinho (36) hjá Manchester City og enski sóknarmaðurinn Andy Carroll (32) hjá Newcastle hafa báðir verið settir á lista yfir leikmenn sem eru á förum. Félögin hafa þó til 23. júní til að senda endanlegan lista. (Premier League)

Manchester City er að ganga frá kaupum á Metinho (18), miðjumanni Fluminense, sem er kallaður 'hinn brasilíski Paul Pogba'. (Goal)

Chelsea útilokar ekki að selja marokkóska vængmanninn Hakim Ziyech (28) í sumar en ítölsku liðin AC Milan og Napoli hafa bæði áhuga á honum. (Calciomercato)

Paris St-Germain reynir að stela Georginio Wijnaldum (30) fyrir framan nefið á Barcelona. Samningur Hollendingsins við Liverpool rennur út í lok mánaðar og hann er með munnlegt samkomulag við Börsunga. (ESPN)

Það var áfall fyrir leikmenn Everton þegar þeir komust að því að Carlo Ancelotti væri að fara aftur til Real Madrid. Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison (24) og kólumbíski leikstjórnandinn James Rodriguez (29) eru báðir að íhuga framtíð sína hjá félaginu. (The Athletic)

Mikel Arteta hefur áhuga á að fá franska sóknarmanninn Moussa Dembele (24) frá Lyon. Framtíð Alexandre Lacazette (30) og Eddie Nketiah (22) er í óvissu. (Telegraph)

Bayern München ætlar að kaupa spænska miðjumanninn Saul Niguez (26) frá Atletico Madrid fyrir 80 milljónir evra. Rodrigo De Paul (27) fer frá Udinese til Atletico fyrir 40 milljónir evra til að fylla hans skarð. (Radio Marca)

Everton og West Ham hafa áhuga á argentínska sóknarleikmanninum Joaquin Correa (26) hjá Lazio. (Italy24News)

Danny Mills, fyrrum landsliðsmaður Englands, telur að Tottenham eigi að selja enska miðjumanninn Dele Alli (25) í sumar. Salan geri félaginu kleyft að kaupa tvo nýja menn. (Football Insider)

Liverpool hyggst selja serbneska miðjumanninn Marko Grujic (25) í sumar. Hann var tvö ár á láni hjá þýska félaginu Hertha Berlin sem hefur áhuga á að fá hann alfarið. (Berliner Kurier)

Samningaviðræður Bayern München við Kingsley Coman (24) ganga illa en franski vængmaðurinn vill fá 20 milljónir evra á ári. Coman vill að umboðsmaður sinn kanni hvort félög í ensku úrvalsdeildinni hafi áhuga á sér. (Sport 1)

Bosníumaðurinn Miralem Pjanic (31) hjá Barcelona gæti gengið aftur í raðir Juventus í sumar eftir að hafa rætt við Massimiliano Allegri, stjóra Juventus. (Calciomercato)

Barcelona er að ganga frá þriggja ára samningi við Memphis Depay (27) sem kemur frá Lyon. (Sport)

Jose Mourinho, stjóri Roma, ætlar að halda miðjumanninum Ebrima Darboe (19) en ensk úrvalsdeildarfélög vilja fá Gambíumanninn. (Il Tempo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner