Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 05. júní 2021 14:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sissoko: Árangur Tottenham ekki bara Mourinho að kenna
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var rekinn frá Tottenham í apríl eftir 17 mánuði í starfi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann fór frá einhverju liði án þessa að vinna bikar frá árinu 2002.

Mourinho verður ekki lengi atvinnulaus en hann mun taka við Roma fyrir næsta tímabil. Moussa Sissoko sagði í viðtali við Foot Mercato að slakur árangur Tottenham sé ekki eingöngu Mourinho að kenna.

„Það var mér mikil ánæga að spila undir stjórn Mourinho." Sagði Sissoko.

„Við þekkjum öll hans reynslu og feril. Hann er stórkostlegur þjálfari en hann náði ekki sínum markmiðum hjá okkur en það var ekki bara honum að kenna."

„Hann fór og ég óska honum alls hins besta. Ég, eins og allt liðið hefði vilja gera betur en af mörgum ástæðum tókst það ekki." Sagði Sissoko svekktur.
Athugasemdir
banner
banner
banner