lau 05. júní 2021 21:03
Victor Pálsson
Vináttulandsleikir: Svíar lögðu Armeníu - Wales mistókst að skora
Forsberg komst á blað.
Forsberg komst á blað.
Mynd: FIFA
Það fóru fram nokkrir vináttulandsleikir í dag en fjölmörg landslið undirbúa sig nú fyrir keppni í sumar.

Evrópuþjóðir á borð við Svíþjóð og Wales áttu leiki í dag en það fyrrnefnda lagði Armeníu með þremur mörkum gegn einu.

Reynsluboltinn Marcus Berg var á meðal markaskorara Svía og komst Emil Forsberg einnig á blað.

Wales mistókst að skora í sínum leik en liðið tefldi ekki fram sínu sterkasta liði í markalausu jafntefli við Albaníu.

Afríkuþjóðir voru einnig í eldlínunni og vann Fílabeinsströndin til að mynda lið Búrkína Fasó 2-1 og vann Senegal lið Sambíu, 3-1.

Svíþjóð 3 - 1 Armenía
1-0 Emil Forsberg ('16 )
2-0 Marcus Danielson ('34 )
2-1 Vahan Bichakhchyan ('64 )
3-1 Marcus Berg ('85 )


Wales 0 - 0 Albanía

Rússland 1 - 0 Búlgaría
1-0 Aleksandr Sobolev ('84 , víti)

Fílabeinsströndin 2 - 1 Búrkína Fasó
0-1 Lassina Traore ('16 )
1-1 Ibrahim Sangare ('72 )
2-1 Amad Traore ('90 )

Gínea 0 - 2 Tógó
0-1 Laba Kodjo Fo Doh ('9 , víti)
0-2 Laba Kodjo Fo Doh ('89 )

Niger 0 - 2 Gambía
0-1 Abdoulie Jallow ('27 )
0-2 Abdoulie Jallow ('90 )

Svartfjallaland 1 - 3 Ísrael
0-1 Eran Zahavi ('67 )
0-2 Manor Solomon ('69 )
1-2 Fatos Beciraj ('81 , víti)
1-3 Gadi Kinda ('90 )

Senegal 3 - 1 Sambía
1-0 Sadio Mane ('21 , víti)
2-0 Krepin Diatta ('30 )
3-0 Ismaila Sarr ('44 )
Athugasemdir
banner
banner
banner