Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. júlí 2018 19:00
Daníel Guðjónsson
Dier vissi ekki að hann ætti að taka fimmta vítið
Eric Dier skaut Englendingum inn í 8 liða úrslitin.
Eric Dier skaut Englendingum inn í 8 liða úrslitin.
Mynd: Getty Images
Eric Dier, leikmaður Tottenham og enska landsliðsins hefur viðurkennt að hann vissi ekki að hann ætti að taka fimmta vítið í vítaspyrnukeppni gegn Kólumbíu á dögunum.

Vanalega vita leikmenn röðina áður en leikur hefst en Eric Dier fékk að vita það eftir uppbótartíma að hann kæmi til með að taka fimmtu spyrnuna.

Jamie Vardy, framherji Leicester City og enska landsliðsins er vítaskytta Leicester City og átti hann að taka fimmta víti Englendinga en varð að sitja hjá vegna meiðsla sem komu upp fyrr í leiknum.

„Ég vissi ekki röðina fyrr en stjórinn kom eftir uppbótartíma. Vegna skiptinganna að þá getur röðin breyst, þannig að eftir uppbótartímann þá sagði hann við mig að ég væri fimmta skyttan." sagði Dier.

„Maður gerir þetta ekki oft þannig þetta var skrýtið en samt allt í góðu, á meðan maður er að bíða eftir að fá að taka spyrnuna var ég stressaður en þegar ég var kominn á vítapunktinn var ég frekar yfirvegaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner