Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 05. júlí 2018 10:51
Magnús Már Einarsson
Elín Metta efst í inntökuprófi fyrir læknisfræði
Icelandair
Elín Metta fagnar marki með Val.
Elín Metta fagnar marki með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen, leikmaður íslenska landsliðsins og Vals, var efst í inntökuprói í læknisfræði við Háskóla Íslands en Vísir greinir frá þessu í dag.

Elín Metta var í annað skipti að taka inntökuprófið en í fyrra sleppti hún vináttuleik gegn Írlandi út af prófinu.

Þá komst Elín ekki inn í læknisfræðina en núna var hún efst af þeim 284 sem þreyttu prófið. 50 efstu nemendurnir komast inn í læknisfræði.

Katrín Jónsdóttir, leikjahæsta landsliðskona sögunnar, fór í læknanám á sínum tíma með fótboltanum og starfar í dag sem læknir. Elín horfir til hennar og ætlar ekkert að gefa eftir í fótboltanum.

„Ég er frekar bjartsýn á að það gangi upp og mig langar að láta það ganga upp. Ég er með fyrirmynd í Kötu Jóns sem að gat gert það. Það gefur mér von um að þetta sé hægt,“ segir Elín Metta við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner