Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. júlí 2018 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stones hraunar yfir Kólumbíu: Óheiðarlegasta liðið
John Stones, varnarmaður Englands.
John Stones, varnarmaður Englands.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn John Stones vandar kollegum sínum frá Kólumbíu ekki kveðjurnar eftir leik Englands og Kólumbíu í 16-liða úslitunum á HM. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni en þar hafði England betur og komst í 8-liða úrslit.

Dómari leiksins hafði mikið að gera. Leikmenn voru pirraðir og var mikið um brot og almennt tuð.

Sex leikmenn Kólumbíu voru spjaldaðir en Kólumbíumenn tuðuðu og veinuðu yfir hverri ákvörðun bandaríska dómarans, Mark Geiger.

„Það hefðu nokkur rauð spjöld getað farið á loft," sagði Stones við blaðamenn í dag.

Sjá einnig:
Myndband: Skallaði Henderson en slapp við rautt

„Kólumbía er líklega óheiðarlegasta lið sem ég hef spilað á móti. Þegar við fengum vítaspyrnu umkringdu þeir dómarann og hrintu honum. Þeir reyndu að eyðileggja vítapunktinn og Jordan (Henderson) var skallaður. Það var líka margt sem gerðist fjarri boltanum sem þið sáuð örugglega ekki, hlutir sem eiga ekki að gerast í fótboltaleik."

„Ég hef aldrei séð svona leik áður, hvernig þeir höguðu sér. Við sýndum mikinn karakter að halda einbeitingu," sagði Stones.

England mætir Svíþjóð í 8-liða úrslitum á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner