Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. júlí 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Svíar tilbúnari fyrir hitann en Englendingar
Gareth Southgate vildi ekki hafa aðsetur Englendinga í Gelendzhik.
Gareth Southgate vildi ekki hafa aðsetur Englendinga í Gelendzhik.
Mynd: Getty Images
Spáð er yfir 30 gráðu hita þegar England og Svíþjóð mætast í Samara á laugardaginn í 8-liða úrslitum HM.

Svíar hafa dvalið í Gelendzhik í suður Rússlandi á meðan á HM stendur en það er á svipuðum slóðum og íslenska landsliðið dvaldi.

Einungis 15 mínútna akstur var á milli æfingasvæði Íslands og Svíþjóðar en í Gelendzhik er hitinn mikill og oft í kringum 30 gráður.

Englendingar skoðuðu í fyrra að hafa aðsetur sitt á HM í Gelendzhik en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, vildi það ekki vegna hitans.

Englendingar hafa þess í stað dvalið í Repino en þar er meðalhitinn tíu gráðum lægri en í Gelendzhik. Sky Sports greinir frá þessu í dag og bendir á að Svíar ættu því að vera klárari í hitastigið á laugardaginn heldur en enska landsliðið.
Athugasemdir
banner