fös 05. júlí 2019 10:40
Elvar Geir Magnússon
Ajax þakkar De Jong fyrir á nýstárlegan hátt
Rútan sem keyrir um götur Barcelona í dag.
Rútan sem keyrir um götur Barcelona í dag.
Mynd: Ajax
Hollenska stórliðið Ajax fer nýjar leiðir til að kveðja miðjumanninn Frenkie de Jong sem er genginn í raðir Barcelona.

Félagið lét merkja rútu sem mun keyra um Barcelona borg í dag, áður en De Jong verður formlega kynntur á Nývangi.

„Barca, njótið framtíðarinnar eins og við gerum," stendur á rútunni og þar er mynd af De Jong og merki Ajax.

Barcelona tryggði sér De Jong í janúar og borgar 67 milljónir punda fyrir þennan 22 ára miðjumann. De Jong lék 89 leiki fyrir Ajax eftir að hann kom frá Willem II 2015. Hann hefur leikið sjö landsleiki fyrir Holland.

Hann hjálpaði að koma Ajax í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en þar féll liðið úr leik gegn Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner