Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. júlí 2019 10:57
Elvar Geir Magnússon
Barcelona heldur í vonina um að fá De Ligt þrátt fyrir samkomulag við Juventus
De Ligt.
De Ligt.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Sport segir að Barcelona sé ekki búið að gefa upp vonina um að fá miðvörðinn Matthijs de Ligt frá Ajax.

De Ligt er búinn að ná samkomulagi við Juventus en Ítalíumeistararnir eiga eftir að ná samningum við Hollandsmeistarana.

Sport segir að Ajax sé ekki ánægt með tilboð Juventus og að ítalska félagið hafi fyrst samið við umboðsmann leikmannsins, Mino Raiola.

Ajax hefur þegar fengið betri tilboð frá Paris Saint-Germain og Barcelona í De Ligt en það sem Juventus efur boðið.

Sport segir að Barcelona geti reynt að skerast í leikinn ef Juventus gengur ekki að kröfum Ajax.

De Ligt er umtalaðasti ungi varnarmaður heims í dag en hann er 19 ára gamall.
Athugasemdir
banner