Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 05. júlí 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki útlit fyrir það að Neville muni hætta með England
Mynd: Getty Images
Phil Neville virðist ætla að halda áfram með enska kvennalandslið og stýra liðinu á heimavelli á EM 2021. Þetta segir Sue Campbell, sem er yfir kvennastarfi enska knattspyrnusambandsins.

England féll úr leik á HM kvenna í undanúrslitunum gegn Bandaríkunum í vikunni.

Neville, sem er fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, tók við Englandi 2018 og skrifaði þá undir þriggja ára samning. Hann ætlar að standa við þann samning.

Neville mun einnig stýra enska kvennalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.

„Hann samdi um þriggja ára ferðalag og hann virðist ætla að standa við það. Við myndum elska það ef hann myndi gera það," sagði Campbell.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner