Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. júlí 2019 12:20
Hulda Mýrdal
"Hún sagði að ég væri ótrúlega lélegur senter"
Mynd: HMG
Sif í leik með Val
Sif í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir er gestur í nýjasta þætti Heimavallarins. Þar fer hún yfir ferilinn í ítarlegu spjalli.

Þegar Sif var 21 árs var hún framherji í 1.deildinni með Þrótti. Henni gekk vel með Þrótti og skoraði 13 mörk í 12.leikjum og var kjölfarið valin best í Þrótti.

Eftir tímabilið var Sif samningslaus og þá fóru hjólin að snúast. Elísabet Gunnarsdóttir núverandi þjálfari Sifjar hjá Kristianstad og þáverandi þjálfari Vals heyrði í pabba Sifjar, Atla Eðvaldssyni.

Það kom Sif í opna skjöldu að heyra í Betu. "Íslands og bikarmeistarar, hvað á ég að gera þar?Og með Margréti Láru, Dóru Maríu. Stórstjörnur á eftir stórstjörnur. Svo fer ég á fund með Betu. Ég og pabbi. Og Beta bara selur mér það að gera mig að bakverði. Hún sagði að ég væri ógeðslega lélegur senter. Neinei hún er náttúrulega bara hreinskilin og allt svona. Ég bara keypti það alveg.

Hulda : Hvað sagði hún við þig?

Sif : Þú ert aldrei að fara spila í landsliðinu sem senter. Bara aldrei. Ég skal gera þig að besta bakverði íslands.

Mist : Trúðiru henni?

Sif : Já eftir þetta 21 árs mót. Ég trúði henni bara. Ég er til í þetta.


Þannig að ég ákvað að taka skrefið og prófa að fara í Val og sjá bara hvort þetta henti. Maður vissi það ekki, sérstaklega eftir KR og svona. Ég fór og spilaði og sé ekki eftir því. Íslandsmeistari fyrsta árið mitt


Í kjölfarið var Sif kölluð í fyrsta skipti í A-landsliðið áður en fyrsta tímabil hennar með Val hófst.

Ég var að æfa með Val um veturinn meðan A liðið var í fríi. Svo byrja allir á fullt í janúar og svo kemur fyrsti Algarve hópurinn þegar Siggi Raggi er að taka við. Þá er ég með í þeim hópi sem kom mér á óvart af því að ég er titluð sem varnarmaður. Ég bara eiginlega veit ekki afhverju sko. En náttúrulega ef maður hugsar til baka ef maður er signaður í Íslands og bikarmeistara þá er kannski mögulega einhver séns þarna að maður eigi að gefa wild-cardi. Þetta var hans fyrsta mót líka.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Sif á Heimavellinum.


Heimavöllurinn er einnig á Instagram þar sem knattspyrna kvenna er í forgrunni. Þar eru knattspyrnu kvenna gerð skil á lifandi og fjölbreyttan hátt. Þangað rata helstu fréttir, leikmaður vikunnar er valinn og knattspyrnukonur svara hraðaspurningum svo eitthvað sé nefnt.
Athugasemdir
banner
banner