fös 05. júlí 2019 13:51
Elvar Geir Magnússon
Infantino stækkar HM kvenna
Infantino spjallar við Guðna Bergsson, formann KSÍ.
Infantino spjallar við Guðna Bergsson, formann KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gianni Infantino, forseti FIFA, segir að fjölgað verði á HM kvenna upp í 32 lið og verðlaunafé tvöfaldað.

Þá ætlar hann að setja á laggirnar HM félagsliða í kvennaflokki.

Nú stendur yfir HM í Frakklandi en Infantino segir það besta heimsmeistaramót kvenna frá upphafi.

Næsta HM verður 2023, keppnin átti upphaflega að innihalda 24 lið en nú er ljóst að þau verða 32. Ekki hefur verið ákveðið hvar mótið verður haldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner