Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. júlí 2019 10:23
Elvar Geir Magnússon
Irbahimovic sigraðist á markaþurrðinni
Zlatan fann markaskóna.
Zlatan fann markaskóna.
Mynd: Getty Images
Þetta er ekki innsláttarvilla í fyrirsögninni. Mistök í prentun gerðu að verkum að Zlatan Ibrahimovic lék með „Irbahimovic" á bakinu þegar hann skoraði bæði mörk LA Galaxy í 2-0 sigri gegn Toronto.

Leikurinn fór fram á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna og var því sérstaklega góð stemning á vellinum.

Zlatan, sem er 37 ára, er kominn með þrettán mörk í MLS-deildinni en hann hafði ekki skorað í mánuð þegar hann náði að setja þessa kærkomnu tvennu.

Rooney fékk rautt sem var dregið til baka
Wayne Rooney og félagar í DC United töpuðu 2-0 fyrir FC Dallas. Það fréttnæmasta í þeim leik er að Rooney fékk að líta rauða spjaldið. Dómarinn breytti því síðan í gult eftir að hafa notast við VAR tæknina.


Athugasemdir
banner
banner