Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 05. júlí 2019 15:41
Elvar Geir Magnússon
Kasakstan: Rúnar Már skoraði í toppslagnum
Rúnar í landsleik gegn Albaníu.
Rúnar í landsleik gegn Albaníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur opnað markareikning sinn fyrir Astana í Kasakstan.

Hann skoraði fyrra mark Astana þegar liðið vann Tobol Kostanay 2-0 á útivelli en þetta eru tvö efstu lið deildarinnar.

Þetta var annar leikur Rúnars fyrir Astana síðan hann gekk í raðir félagsins frá Grasshopper í Svíss í júní. Hann var í byrjunarliðinu í dag.

Mark Rúnars kom á 54. mínútu og Króatinn Marin Tomasov skoraði annað markið.

Astana og Tobol eru bæði með 38 stig en Astana hefur leikið tveimur leikjum meira.

Næsti leikur Astana er heimaleikur gegn CFR Cluj í forkeppni Meistaradeildarinnar, það verður fyrri viðureign liðanna.

„Í rauninni snýst allt um Evrópukeppnina hérna. Að komast annaðhvort í riðlakeppnina í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Deildin er eins og hún er og liðið er í efsta sæti, þrátt fyrir að hafa ekki spilað rosalega vel. Ég finn það á fólkinu hérna að allt snýst um Evrópukeppnirnar og mér líst vel á það," sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið í júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner