Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 05. júlí 2019 11:39
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Al-Arabi æfa í Vestmannaeyjum
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al-Arabi.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al-Arabi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
ÍBV tekur á móti KR í Pepsi Max-deildinni á morgun en Eyjamenn eru í slæmum málum á botni deildarinnar.

Portúgalinn Pedro Hipolito var rekinn um síðustu helgi en aðstoðarmaður hans, Ian Jeffs, tekur við liðinu til bráðabirgða. Ekki hafa borist neinar frekari fréttir af þjálfaramálum og ljóst að Jeffs stýrir ÍBV í leiknum á morgun.

En það eru ekki bara leikmenn ÍBV sem eru í undirbúningi í Vestmannaeyjum því Heimir Hallgrímsson er með einhverja leikmenn Al-Arabi með sér í Eyjum.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, birtir mynd af Heimi stýra æfingu í Vestmannaeyjum í morgun. Þar sést í tvo leikmenn.

„Um er að ræða leikmenn Al-Arabi sem eru að koma sér í stand," skrifar Hörður á Twitter en deildin í Katar hefst í næsta mánuði.

Þess má geta að það er mikið fjör í Eyjum þessa helgina enda goslokahátíð í gangi.


Athugasemdir
banner
banner
banner