Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 05. júlí 2019 11:26
Elvar Geir Magnússon
Pereira gerir nýjan samning við Man Utd
Solskjær og Pereira.
Solskjær og Pereira.
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United og er nú samningsbundinn hjá félaginu til 2023.

Pereira er 23 ára en hann hefur verið hjá félaginu síðan 2011, hann hefur leikið 35 aðalliðsleiki.

Honum hefur ekki tekist að festa sig almennilega í sessi hjá aðalliði United og átti misjöfnu gengi að fagna á síðasta tímabili. Ole Gunnar Solskjær hefur þó trú á Brasilíumanninum.

„Ég lít á borgina og félagið sem mitt heimili og er feykilega ánægður með að skrifa undir nýjan samning. Stjórinn hefur sýnt að hann hefur trú á mér og ég get ekki beðið eftir nýju tímabili," segir Pereira.

Ole Gunnar Solskjær segir að Pereira viti vel fyrir hvað Manchester United stendur og hvaða þýðingu það hefur að spila fyrir félagið.

„Hann er mikilvægur í hópnum og leggur gríðarlega mikið á sig á æfingum daglega. Hann er sterkur karakter og veit hvað hann þarf að gera til að halda áfram að þróast hérna," segir Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner