Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. júlí 2019 15:54
Elvar Geir Magnússon
Sænskt félag með tilboð í Brynjólf Darra
Brynjólfur Darri Willumsson.
Brynjólfur Darri Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sænskt félag hefur gert tilboð í Brynjólf Darra Willumsson, 18 ára sóknarleikmann Breiðabliks, samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Brynjólfur hefur spilað sjö leiki með Blikum í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann byrjaði að fá tækifæri með meistaraflokki í fyrra.

Faðir hans er Willum Þór Þórsson og bróðir hans er Willum Þór Willumsson, atvinnumaður í BATE í Hvíta-Rússlandi.

Mikill áhugi er á leikmönnum Blika erlendis frá en Aron Bjarnason er nú staddur í Búdapest í viðræðum við Újpest sem endaði í fimmta sæti ungversku deildarinnar í fyrra.

Þá hefur Östersund í Svíþjóð sýnt Kolbeini Þórðarsyni áhuga.

Breiðablik er í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar en liðið mætir HK í Kópavogsslag á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner