Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. júlí 2019 14:15
Elvar Geir Magnússon
Sumarkaupum Solskjær ekki lokið
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gefur í skyn að sumarkaupunum á Old Trafford sé ekki lokið.

United hefur fengið varnarmanninn Aaron Wan-Bissaka frá Crystal Palace og vængmanninn Daniel James frá Swansea.

Harry Maguire, miðvörður Leicester, og Sean Longstaff, miðjumaður Newcastle, eru meðal leikmanna sem eru orðaðir við United.

„Við höfum verið yfirvegaðir á markaðnum og fengið rétta leikmenn inn. Við erum að vinna í einum eða tveimur leikmönnum. Við viljum alltaf gera hópinn betri," segir Solskjær.

„Ég hef fengið stuðning og við höfum fengið leikmenn sem við vildum. Það verður væntanlega eitthvað meira áður en glugganum verður lokað."
Athugasemdir
banner
banner
banner