Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. júlí 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Þóttist skeina sér fyrir framan bekk andstæðinganna
Rakel Logadóttir.
Rakel Logadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallbera Guðný Gísladóttir er gestur vikunnar í hlaðvarpsþættinum „Draumaliðið" í umsjá Jóhanns Skúla Jónssonar.

Hallbera velur þar draumalið skipað samherjum hennar í gegnum tíðina og í liðinu er meðal annars Rakel Logadóttir.

„Mér fannst Rakel eiga heima í þessu liði. Hún er einn grillaðasti persónuleiki sem ég hef spilað með. Hún gat verið ógeðslega léleg og ógeðslega góð. Það skipti öllu máli hvernig skapi hún var í," sagði Hallbera.

Í þættinum rifjar Hallbera upp áhugaverða sögu af fagni sem Rakel tók þegar hún skoraði í Evrópuleik með Val.

„Það var eftirminnilegt þegar við vorum að keppa í riðlakeppni fyrir Evrópukeppni og það er líklega í eina skiptið sem íslenskt lið hefur fengið refsistig því hún þóttist girða niður um sig og skeina sér fyrir framan bekkinn hjá andstæðingunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner