Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. ágúst 2018 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sunday Times 
Blatter ítrekar í nýrri bók að brögð voru í tafli
Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA.
Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA.
Mynd: Getty Images
HM 2022 fer fram í Katar að vetri til.
HM 2022 fer fram í Katar að vetri til.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Blatter var dæmdur í átta ára bann frá fótbolta árið 2015 en hann hafði verið í starfi forseta FIFA frá 1998. Hann var settur í bann ásamt Michel Platini, fyrrum forseta UEFA og fyrirliða franska landsliðsins. Tengist refsingin meintri greiðslu til Platini frá FIFA árið 2011. Bannið var síðar stytt í sex ár.

Sjá einnig:
Hádegismatur í Frakklandi varð til þess að Katar fékk HM

Blatter ítrekar það í bókinni að brögð voru í tafli þegar Katar var valinn sem gestgjafi HM 2022.

Hann segir að „enginn" af starfsmönnum FIFA sem voru í ákvörðunarnefndinni hafi lesið skýrslurnar hjá þeim löndum sem sóttu um að fá að halda mótið.

„Ef við hefðum lesið skýrslurnar vel og vandlega, þá hefðum við séð að það er ekki hægt að spila Heimsmeistaramótið í Katar," segir Blatter í bók sinni sem hann kallar „Sannleikurinn minn".

Hann segir jafnframt að Platini hafi hringt í sig eftir hádegismat með Nicolas Sarkozy, þáverandi forseta Frakklands, og Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, emír Katar. Þar hafi verið pressað á Platini að gefa Katar atkvæði sitt. Platini hefur alltaf neitað þessu.

Blatter segir jafnframt: „Ég veit ekki og ég vil ekki vita hvort þetta tengist því sem gerðist næst." Hann á þar við samninga sem voru gerðir um umfangsmikla sölu á flugvélum og brynvögnum frá Frakklandi til Katar. Þá nefnir hann líka að Paris Saint-Germain, sterkasta lið Frakklands, var keypt af Katarbúum.

Ástralía, Japan, Suður-Kórea og Bandaríkin vildu fá að halda HM 2022 en Katar varð fyrir valinu og eins hér kemur fram segir Blatter að brögð hafi verið í tafli.

Nýlega var það staðfest að HM 2022 verður haldið um vetur, vegna þess að það er ómögulegt að halda það um sumar í Katar.

HM 2022 verður síðasta mótið með 32 liðum en á HM 2026 verða þátttökuþjóðirnar 48 talsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner