banner
   sun 05. ágúst 2018 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U16 tryggði sér sigur með síðustu snertingu leiksins
Icelandair
Mynd: KSÍ
U16 ára lið karla vann 2-1 sigur gegn Færeyjum í fyrsta leik liðsins á Norðurlandamótinu, en leikið er í Færeyjum. Það voru þeir Kristall Máni Ingason og Oliver Stefánsson sem skoruðu mörk Íslands.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Ísland fékk víti þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en Kristall Máni skaut í stöngina. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks komust Færeyingarnir yfir með marki úr vítaspyrnu. Staðan 1-0 í hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Kristall Máni og jafnaði metin fyrir Ísland. Markið kom eftir klafs í teignum.

Það var svo með síðustu spyrnu leiksins sem Oliver skoraði eftir fyrirgjöf frá Andra Fannari Baldurssyni. Færeyingar náðu ekki einu sinni að taka miðju, 2-1.

Næsti leikur Íslands er gegn Kína á þriðjudaginn og hefst sá leikur klukkan 11:00 að íslenskum tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner