Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. ágúst 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
Ísak Bergmann framlengir við Norrköping
Ísak á æfingu með U17 landsliði Íslands.
Ísak á æfingu með U17 landsliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Norrköping tilkynnti í dag að Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son sé búinn að gera nýjan samning við félagið.

Þessi sautján ára Skagamaður kom til Norrköping 2018 og hefur verið að fá stærra og stærra hlutverk hjá sænska liðinu.

Hann hefur spilað ellefu leiki í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

„Það er frábært að Ísak vilji vera áfram hjá okkur. Hann er gríðarlega góður leikmaður sem er tilbúinn að leggja mikið á sig," segir Jens Gustafsson við heimasíðu Norrköping.

Þá er haft eftir leikmanninu, efnilega að hann sé í góðu umhverfi til að bæta sig sem fótboltamaður og manneskja.


Athugasemdir
banner