Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 05. ágúst 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Getur tekið tíma að stilla hausinn - „Hann er bara átján ára"
Valgeir Valgeirsson í leik HK og FH í gær.
Valgeir Valgeirsson í leik HK og FH í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK vann í gær 2-4 sigur á FH á útivelli. Eftir leik voru þeir Birnir Snær Ingason, leikmaður liðsins, og Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, til viðtals.

Þeir voru spurðir út í hinn átján ára gamla Valgeir Valgeirsson. Stjarna Valgeirs hefur ekki skinið jafn skært á þessu tímabili og tímabilin tvö á undan. Valgeir var lánaður til Brentford í vetur og var búist við því að félagið myndi nýta forkaupsrétt sinn á honum en ákvað að gera það ekki.

Sjá einnig:
Gekk ekki upp peningalega fyrir Brentford - „Það kom mér á óvart"
Valgeir: Þetta breytir ekkert alltof miklu fyrir mig

Lestu um leikinn: FH 2 -  4 HK

Hvað getiði gert til að ná honum betur í gang?

„Valgeir er eitthvað mesta vinnudýr sem ég veit um, ég skil ekki hvað hann getur hlaupið. Mér finnst hann vera búinn að spila vel í sumar en mörkin eru ekki að tikka inn, einhver herslumunur sem vantar. Mér finnst hann alltaf líklegur í hverjum einasta leik og ógeðslega duglegur, ég skil ekki hvar hann fær þessa orku. Hann er geggjaður í hausnum og þetta kemur hjá honum," sagði Birnir.

Brynjar var spurður sömu spurningar: „Menn eru að horfa í mörk og stoðsendingar en Valgeir er frábær. Hann hefur ekki náð að skora en það sem hann gerir fyrir okkur á vellinum í 90 mínútur, hjálpar til alveg sama hvar það er á vellinum, býr til pláss fyrir aðra og leikmennirnir sem eru á móti honum fá aldrei frið."

„Hann var frábær í dag og svo er hann bara átján ára, við megum ekki gleyma því. Þetta er kannski viðkvæmt, ég held það sé það ekki lengur en hann fór út í 8-9 mánuði, síðan þarftu að koma heim og stilla þig aðeins af. Fótboltinn er einfaldur en þegar stilla þarf hausinn þá getur það tekið smá tíma,"
sagði Brynjar.
Birnir: Ég hugsaði 'nei, ég trúi þessu ekki'
Brynjar Björn mjög sáttur: Heilsteyptasta frammistaðan í sumar
Athugasemdir
banner
banner
banner