Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. ágúst 2021 10:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólympíuleikarnir: Bandaríkin tóku bronsið eftir sjö marka leik
Rapinoe skoraði tvö í dag.
Rapinoe skoraði tvö í dag.
Mynd: Getty Images
Ástralía 3 - 4 Bandaríkin
0-1 M. Rapinoe ('8)
1-1 S. Kerr ('17)
1-2 M. Rapinoe ('21)
1-3 C. Llyod ('45+1)
1-4 C. Lloyd ('51)
2-4 C. Foord ('54)
3-4 E. Gielnik ('90)

Bandaríkin tóku bronsið á Ólympíuleikunum eftir sigur á Ástralíu í miklum markaleik.

Megan Rapinoe og Carli Lloyd skoruðu báðar tvennu fyrir Bandaríkin sem komust í 1-4 á 51. mínútu leiksins. Rapinoe kom þeim amerísku yfir á 8. mínútu og aftur á 21. mínútu eftir að Samantha Kerr jafnaði leikinn.

Eftir það tók Lloyd við og skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks og í upphafi seinni hálfleiks. Það voru svo þær Caitlin Foord og Emily Gielnik sem skoruðu fyrir Ástralíu í seinni hálfleiknum, þriðja markið kom á lokamínútu leiksins.

Bandaríkin töpuðu gegn Kanada í undanúrslitunum og mætir Kanada liði Svíþjóðar í úrslitaleiknum í nótt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner