Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. september 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren vill prófa þriggja manna vörn hjá Íslandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, nýr landsliðsþjálfari Íslands, segir að liðið spili áfram 4-4-2 eða 4-4-1-1 í leiknum gegn Sviss í Þjóðadeildinni á laugardag. Þetta eru þau kerfi sem landsliðið hefur spilað undanfarin ár.

„Þið hafið spilað það kerfi rosalega vel. Eins og ég sagði á fyrsta blaðamannafundi ætla ég ekki að breyta öllu yfir nótt. Grunnurinn frá Heimi og Lars er frábær að mínu mati," sagði Hamren í viðtali við Guðmund Benediktsson á Stöð 2

„Metnaður minn er bara að þróa liðið áfram og bæta góðu hlutina. Við byrjum á 4-4-2 eða 4-4-1-1 í fyrsta leik."

Margir öflugir miðverðir eru í íslenska landsliðshópnum og Hamren vill prófa að spila með þriggja manna varnarlínu í framtíðinni.

„Ég hef líka áhuga á að spila með þriggja manna miðvarðalínu því við erum með mikið af miðvörðum en færri bakverði. Það er eitthvað sem ég er að hugsa núna. Ég vil ekki byrja á því núna samt."
Athugasemdir
banner
banner