Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
   mið 05. september 2018 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi: Búnir að vera inn í fundarherbergi síðan ég kom
Icelandair
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla.
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland æfir í Schruns í Austurríki. Þetta er fallegur lítill bær.
Ísland æfir í Schruns í Austurríki. Þetta er fallegur lítill bær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla, spjallaði við Fótbolta.net í kvöldblíðunni í Schruns í Austurríki. Freyr kom til móts við landsliðið í dag eftir að hafa stýrt sínum síðasta leik með kvennalandsliðið í gær.

„Líðanin er ágæt núna, ég þarf bara að vera andlega sterkur. Ég er svo sem búinn að undirbúa mig í einhvern tíma fyrir að skipta um gír. Það er kannski ágætt að ég hafi engan tíma til að velta mér upp úr þessu," sagði Freyr um leikinn í gær en hann endaði með 1-1 jafntefli.

Dramatíkin var mikil undir lokin og klúðraði Ísland vítaspyrnu í uppbótartíma. Með sigri hefði liðið farið í umspil fyrir HM, en það hefði verið mjög erfitt að komast í gegnum umspilið hefði Ísland komist í það.

„Ég er mættur hingað ferskur og flottur," sagði Freyr.

Schruns er fallegur fjallabær ekki langt frá landamærum Sviss. Ísland spilar við Sviss í St. Gallen í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni á laugardaginn, en Ísland æfir í Schruns fyrir leikinn.

„Ég get ekki kvartað yfir neinu. Það er gríðarlega fallegt hérna, fínt loftslag og góð stemning í hópnum, allt til reiðu hjá okkur."

„Þetta hefur verið mjög gott síðan ég kom, en ég kom bara fyrir nokkrum klukkutímum. Við erum búnir að vera inn í fundarherbergi síðan þá."

„Við erum búnir að fara yfir það sem hefur gerst, undirbúa kvöldfundinn og æfinguna á morgun. Það eru allir ferskir, það hefur gengið vel. Erik (Hamren, landsliðsþjálfari) er ánægður með starfsfólkið og Davíð (Snorri Jónasson), sem hefur verið að leysa mig af hefur staðið sig gríðarlega vel."

Nokkrir leikmenn hafa verið tæpir í aðdragandanum og má þar nefna Hörð Björgvin Magnússon, Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Jón Daða Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson. Freyr er vongóður um að þessir leikmenn jafni sig fyrir leikinn á laugardaginn.

„Það er góð holling á liðinu. Það er eitthvað um meiðsli en við erum bjartsýnir á að leikmenn verði klárir."

„Það eru tækifæri fyrir okkur"
Sviss er mótherjinn á laugardaginm. Ísland hefur mætt Sviss áður og er 4-4 jafnteflið í Bern, þar sem Jóhann Berg Guðmundsson gerði magnaða þrennu, leikur sem flestir Íslendingar muna eftir. Sviss komst í 16-liða úrslit á HM í sumar.

„Þetta er hörkulið, skemmtilegur leikstíll sem þeir spila. Það eru tækifæri fyrir okkur líka sem við ætlum að nýta okkur. Ég held að það séu allir að byrja þessa Þjóðadeild," sagði Freyr, en hitt liðið í riðli okkar Íslendinga er Belgía.

Smelltu hér til að sjá útskýringarmyndband frá UEFA um Þjóðadeildina.

Segja má að lið Sviss sé að einhverju leyti svipað og íslenska liðið. Stærstu stjörnurnar í liði Sviss eru Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka, sem spila í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool og Arsenal.. Að lokum var Freyr spurður út í það hvort hægt væri að líkja Sviss eitthvað við Ísland; ekki stærstu stjörnurnar en treysta frekar á liðsheildina.

„Þeir eru allt öðruvísi lið en við, spila öðruvísi fóbolta. En það er alveg rétt, þeir eru kannski ekki með mikið af risastjörnum þegar þú berð þá saman við Belgíu og fleiri þjóðir. En þeir eru sterk liðsheild og með góða einstaklinga," sagði Freyr að lokum.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner