Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. september 2018 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Jón Daði: Leið eins og ég væri nýtt fórnarlamb í House
Icelandair
Jón Daði Böðvarsson í viðtalinu í dag.
Jón Daði Böðvarsson í viðtalinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Reading og íslenska landsliðsins, lenti í fremur óheppilegu atviki í síðustu viku er hann fékk gríðarlega mikinn magaverk sem varð til þess að hann þurfti að fara í flýti upp á spítala.

Jón Daði hefur farið vel af stað á leiktíðinni og skorað 3 mörk í 5 leikjum.

Hann er nú með íslenska landsliðinu í Austurríki en liðið undirbýr sig fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

Hann sagði frá óskemmtilegu lífsreynslu sinni í Innkastinu á Fótbolta.net en með honum voru þeir Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net og Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Rostov og íslenska landsliðsins.

„Hún er miklu betri. Ég vaknaði með einhvern versta verk sem ég hef á ævinni fundið fyrir, í maganum á miðvikudagsmorgni. Kærastan þurfti að keyra mig upp á spítala í voðalegu panikki og síðan var ég á spítalanum í einn og hálfan dag í miklum verkjum en síðan lagaðist þetta sem betur fer," sagði Jón Daði í Innkastinu.

„Þetta var virkilega sérstakt. Ég fór í öll test sem hægt er að fara í og það var ekkert sem þeir fundu. Alltaf einhverjir mismunandi læknir að koma og sérfræðingar. Mér leið eins og ég væri nýtt fórnarlamb í þáttaröðinni House."

„Það voru miklir krampar og maður nánast skælandi þarna, þetta var svo vont. Það kom tímapunktur þar sem maður var að spyrja hjúkkurnar hvort maður væri ekki örugglega í lagi. Ég fór á sýklalyf og það virðist hafa lagað þetta sem betur fer og síðan er ég búinn að vera á þeim síðustu daga og vonandi kemur þetta ekki upp aftur,"
Jón Daði um veikindin.

Sjá einnig:
Innkast frá Austurríki - Jón Daði og Viðar Örn gestir
Athugasemdir
banner
banner