Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. september 2018 15:31
Magnús Már Einarsson
Útlit fyrir að Sverrir byrji gegn Sviss
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðað við æfingar íslenska landsliðsins í Austurríki í vikunni lítur út fyrir að Sverrir Ingi Ingason byrji í hjarta varnarinnar gegn Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Vísir greinir frá þessu í dag.

Sverrir hefur bankað á dyrnar á byrjunarliðinu undanfarið en hann fékk tækifærið við hliðina á Ragnari Sigurðssyni í lokaleiknum á HM gegn Króatíu.

„Það er eitthvað sem verður að koma í ljós,“ sagði Sverrir í viðtali við Vísi aðspurður hvort hann byrji um helgina.

„Ég hef verið að koma meira og meira inn í þetta upp á síðkastið og vonandi fer tækifærunum fjölgandi á næstu árum. Ég verð bara klár ef þjálfarinn vill spila mér á laugardaginn."

Íslenska landsliðið er í æfingabúðum í Austurríki þessa dagana en liðið fer síðan til St. Gallen í Sviss þar sem leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner